Raftó sá um uppsetningu og hönnun á RGBW LED lýsingu í útitröppunum upp að Sigurhæðum. Með vandaðri og veðurþolinni LED-lýsingu var skapað öruggt, fallegt og nútímalegt útlit sem leiðir gesti örugglega upp tröppurnar – sama hvort það er dagur eða kvöld. RGBW tæknin gerir kleift að stilla lit og birtu eftir stemningu og aðstæðum, sem gefur svæðinu öryggi og sjónrænan karakter.