Raftó sá um hönnun og uppsetningu útilýsingar við þjónustumiðstöð Sölku. Í verkefninu voru 45° LED-prófílar settir snyrtilega upp í kverkum skyggna til að lýsa upp bæði gönguleið og bílastæði. Lýsingin eykur öryggi og aðgengi, ásamt því að skapa hreint og nútímalegt yfirbragð. Kerfið er sjálfvirkt og stýrt með sólúri, sem tryggir áreiðanlega og hagkvæma stjórn á lýsingunni allt árið um kring.